Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 12:06 Sara Lind Guðbergsdóttir er forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira