Grænir flöskuhálsar Gísli Stefánsson skrifar 22. október 2023 09:30 Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun