Grænir flöskuhálsar Gísli Stefánsson skrifar 22. október 2023 09:30 Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun