Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 13:09 Birna Rún og Gerður í Blush. Gerður var valin markaðsmanneskja ársins 2021. Vísir/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og sérfræðingur í samfélagsmiðlinum TikTok, vakti mikla athygli í fyrra þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum, þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingunni. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Hún hefur nú fjarlægt myndbandið af miðlinum. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða. Frétt Vísis um fasteignaauglýsinguna má sjá hér að neðan. Á myndum í henni sjá glöggir lesendur kynlífstæki. Hafi hvorki fengið greitt í vörum né peningum Í tilkynningu um ákvörðun Neytendastofu segir að í svörum Blush hafi komið fram að samstarf Birnu og Blush hafi hafist í júlí 2022 en Birna hafi hvorki fengið greitt í peningum né vörum fyrir umrætt myndband og ekki hafi verið óskað eftir auglýsingu frá henni. Í svörum Pipar auglýsingastofu hafi komið fram að félagið hafi verið í samstarfi við Blush við gerð auglýsingaherferðar til kynningar á vörum Blush og hafi meðal annars nýtt tækifærið að fyrirsvarsmaður Blush væri að selja fasteign og „falið“ vörur frá Blush inni á fasteignaljósmyndunum til að sjá hvort fólk tæki eftir þessum hlutum inni á myndunum. Félagið hafi hins vegar ekki verið í neinu samstarfi eða samskiptum við Birnu við gerð umfjallana um vörur Blush. Ætlar að kynna sér reglurnar betur Þá hafi komið fram í svörum Birnu að hún hafi gert umrætt Tiktok myndband eftir að Gerður hafi bent henni á fasteignaauglýsinguna og sagt henni að þar leynist skemmtilegir hlutir sem gæti verið fyndið grín á Tiktok. Þá hafi komið fram í svörum hennar að hún hafi greinilega ekki kynnt sér reglur um auglýsingar á samfélagsmiðlum nægilega vel en muni bæta úr því. Neytendur blekktir Í tilkynningunni segir að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að neytendur hafi verið blekktir með fasteignaauglýsingunni enda hafi engar merkingar eða nokkuð annað gefið til kynna að um annað en hefðbundna fasteignaauglýsingu væri að ræða. Uppstilling vara Blush í fasteignaauglýsingunni væri að mati Neytendastofu gerð í auglýsinga- og viðskiptalegum tilgangi. Markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum Blush, og fasteignaauglýsingin sjálf væri í raun hluti af auglýsingaherferð fyrir Blush sem gerð var með aðkomu Pipar auglýsingastofu. Með því hafi bæði Blush og Pipar auglýsingastofa brotið gegn ákvæðum laga með villandi viðskiptaháttum og notkun dulinna auglýsinga. Fleiri færslur duldar auglýsingar Þá hafi Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Birnu um fasteignaauglýsinguna hafi verið dulin auglýsing. Aðrar færslur hennar um vörur Blush á Instagram og Tiktok væru einnig duldar auglýsingar enda hafi myndböndin ekki verið merkt sem auglýsing. Neytendastofa hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu að aðkoma Blush að umræddum auglýsingum hafi verið sjálfstætt brot. Gerður hafi leiðbeint um gerð og hvatt til þess að umræddar auglýsingar væru gerðar. Neytendastofa bannaði Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti að viðlögðum sektum. Þá taldi stofnunin hæfilegt að sekta Blush um 200.000 kr. vegna brota sinna. Fengu Lúðurinn og svo á lúðurinn Blush og Pipar fengu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannatengsla í fyrra fyrir herferðina sem hér um ræðir, Finndu muninn. Í umfjöllun um herferðina segir á vef Pipars að markmið herferðarinnar hefði verið að undirstrika að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi og þar með daglegu lífi fólks. „Til að „tísa“ í herferðina og koma henni af stað af krafti, þá ákváðum við að nýta okkur að Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, væri að setja húsið sitt á sölu. Við komum kynlífsleikföngum fyrir á fasteignamyndunum og biðum þess að fólk myndi koma auga á þau – sem það gerði og vakti uppátækið töluverða athygli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Fasteignamarkaður Neytendur Verslun Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og sérfræðingur í samfélagsmiðlinum TikTok, vakti mikla athygli í fyrra þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum, þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingunni. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Hún hefur nú fjarlægt myndbandið af miðlinum. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða. Frétt Vísis um fasteignaauglýsinguna má sjá hér að neðan. Á myndum í henni sjá glöggir lesendur kynlífstæki. Hafi hvorki fengið greitt í vörum né peningum Í tilkynningu um ákvörðun Neytendastofu segir að í svörum Blush hafi komið fram að samstarf Birnu og Blush hafi hafist í júlí 2022 en Birna hafi hvorki fengið greitt í peningum né vörum fyrir umrætt myndband og ekki hafi verið óskað eftir auglýsingu frá henni. Í svörum Pipar auglýsingastofu hafi komið fram að félagið hafi verið í samstarfi við Blush við gerð auglýsingaherferðar til kynningar á vörum Blush og hafi meðal annars nýtt tækifærið að fyrirsvarsmaður Blush væri að selja fasteign og „falið“ vörur frá Blush inni á fasteignaljósmyndunum til að sjá hvort fólk tæki eftir þessum hlutum inni á myndunum. Félagið hafi hins vegar ekki verið í neinu samstarfi eða samskiptum við Birnu við gerð umfjallana um vörur Blush. Ætlar að kynna sér reglurnar betur Þá hafi komið fram í svörum Birnu að hún hafi gert umrætt Tiktok myndband eftir að Gerður hafi bent henni á fasteignaauglýsinguna og sagt henni að þar leynist skemmtilegir hlutir sem gæti verið fyndið grín á Tiktok. Þá hafi komið fram í svörum hennar að hún hafi greinilega ekki kynnt sér reglur um auglýsingar á samfélagsmiðlum nægilega vel en muni bæta úr því. Neytendur blekktir Í tilkynningunni segir að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að neytendur hafi verið blekktir með fasteignaauglýsingunni enda hafi engar merkingar eða nokkuð annað gefið til kynna að um annað en hefðbundna fasteignaauglýsingu væri að ræða. Uppstilling vara Blush í fasteignaauglýsingunni væri að mati Neytendastofu gerð í auglýsinga- og viðskiptalegum tilgangi. Markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum Blush, og fasteignaauglýsingin sjálf væri í raun hluti af auglýsingaherferð fyrir Blush sem gerð var með aðkomu Pipar auglýsingastofu. Með því hafi bæði Blush og Pipar auglýsingastofa brotið gegn ákvæðum laga með villandi viðskiptaháttum og notkun dulinna auglýsinga. Fleiri færslur duldar auglýsingar Þá hafi Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Birnu um fasteignaauglýsinguna hafi verið dulin auglýsing. Aðrar færslur hennar um vörur Blush á Instagram og Tiktok væru einnig duldar auglýsingar enda hafi myndböndin ekki verið merkt sem auglýsing. Neytendastofa hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu að aðkoma Blush að umræddum auglýsingum hafi verið sjálfstætt brot. Gerður hafi leiðbeint um gerð og hvatt til þess að umræddar auglýsingar væru gerðar. Neytendastofa bannaði Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti að viðlögðum sektum. Þá taldi stofnunin hæfilegt að sekta Blush um 200.000 kr. vegna brota sinna. Fengu Lúðurinn og svo á lúðurinn Blush og Pipar fengu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannatengsla í fyrra fyrir herferðina sem hér um ræðir, Finndu muninn. Í umfjöllun um herferðina segir á vef Pipars að markmið herferðarinnar hefði verið að undirstrika að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi og þar með daglegu lífi fólks. „Til að „tísa“ í herferðina og koma henni af stað af krafti, þá ákváðum við að nýta okkur að Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, væri að setja húsið sitt á sölu. Við komum kynlífsleikföngum fyrir á fasteignamyndunum og biðum þess að fólk myndi koma auga á þau – sem það gerði og vakti uppátækið töluverða athygli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Fasteignamarkaður Neytendur Verslun Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira