Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 15:01 Jim Jordan, reynir í dag að tryggja sér embætti þingforseta. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins en hann dró framboð sitt til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Hann fékk ekki atkvæði um fimmtíu þingmanna en í kjölfar þess fóru bandamenn hans í umfangsmikla herferð til að bæta stöðuna. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Í frétt New York Times segir að þetta minni á aðferðir Jordans og annarra bandamanna hans, sem þeir hafa beitt á undanförnum árum til að draga Repúblikanaflokkinn lengra til hægri og sömuleiðis á aðferðir Trumps. Þessar aðferðir hafi sömuleiðis leitt til núverandi krísu Repúblikanaflokksins, þar sem fámennur hópur fjarhægri Repúblikana hafi tekist að velta þingforsetanum úr sessi og valdið óreiðu í þingflokknum. JORDAN IN TROUBLEThere are somewhere between a dozen and 20 something no votes on Jordan s candidacy to be speaker. Lawmakers tell us they ll drop off if he doesn t win on first ballot. We have a deeply reported list on who is in play, who is out as Jordan tried to reach — Jake Sherman (@JakeSherman) October 17, 2023 Óljóst hvort Jordan hafi nægan stuðning Einungis fimm af 221 þingmanni Repúblikanaflokksins þurfa að neita að gefa Jordan atkvæði sitt til að hann nái ekki að tryggja sér embættið. Sé mið tekið af greiningum fjölmiðla vestanhafs er útlit fyrir að tíu til tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins ætli ekki að veita Jordan atkvæði. Mjög litlar líkur eru á því að nokkur Demókrati muni veita Jordan atkvæði. Í frétt Punchbowl News segir að meðal þeirra séu þingmenn sem styðji enn McCarthy og séu reiðir yfir því hvernig Jordan og hans bandamenn komu fram við Scalise. Einnig eru þingmenn sem eru ósáttir við viðhorf Jordans til kosninganna 2020, en hann hefur stutt Trump dyggilega í þeirri lygi að hann hafi tapað kosningunum vegna umfangsmikils svindls. Jordan tók einnig virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna og hefur dreift samsæriskenningum og lygum um kosningarnar. Þingkonan Mariannette Miller-Meeks las upp lista á þingflokksfundi Repúblikana í gær yfir þingmenn sem höfðu gagnrýnt hana og aðra Repúblikana og kvartaði hún yfir þrýstiherferð Jordans og bandamanna hans. Fréttakona CNN hefur tekið saman lista yfir þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að veita Jordan atkvæði og yfir þá sem hafa ekki ákveðið sig eða sagt frá afstöðu. Ahead of speaker vote: FIRM NO:Don BaconMike LawlerMike KellyCarlos GimenezMario Diaz Balart LEANING NO:Ken BuckVictoria SpartzSteve WomackMarianette Miller-Meeks UNDECIDED/NOT SAYING: Young KimJohn RutherfordJuan CiscomaniTom Kean JrABSENT:Gus Bilirakis— Annie Grayer (@AnnieGrayerCNN) October 17, 2023 Greiða mögulega oft atkvæði Hvort þingmennirnir standi við stóru orðin verður að koma í ljós. Jordan hefur gefið til kynna að hann ætli að tryggja að nokkrar atkvæðagreiðslur fari fram í dag. Afstaða þingmanna gæti breyst í ljósi þess hvernig fyrsta atkvæðagreiðslan fer, ef við gefum okkur að Jordan nái ekki kjöri í henni. Jordan og bandamenn hans vilja láta reyna á það að þingmenn sem styðji hann ekki óttist grasrót Repúblikanaflokksins og að þeir verði settir til hliðar í næsta forvali. Atkvæði verða greidd í stafrófsröð og þrír af þeim þingmönnum sem segjast ætla að segja nei eru mjög ofarlega í röðinni. Það gæti einnig haft áhrif á aðra þingmenn, fái Jordan þrjú nei frá allra fyrstu þingmönnunum. Þingfundurinn á að hefjast klukkan fjögur í dag og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ekki er víst að atkvæðagreiðslan hefjist um leið og þingfundurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21 Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins en hann dró framboð sitt til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Hann fékk ekki atkvæði um fimmtíu þingmanna en í kjölfar þess fóru bandamenn hans í umfangsmikla herferð til að bæta stöðuna. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Í frétt New York Times segir að þetta minni á aðferðir Jordans og annarra bandamanna hans, sem þeir hafa beitt á undanförnum árum til að draga Repúblikanaflokkinn lengra til hægri og sömuleiðis á aðferðir Trumps. Þessar aðferðir hafi sömuleiðis leitt til núverandi krísu Repúblikanaflokksins, þar sem fámennur hópur fjarhægri Repúblikana hafi tekist að velta þingforsetanum úr sessi og valdið óreiðu í þingflokknum. JORDAN IN TROUBLEThere are somewhere between a dozen and 20 something no votes on Jordan s candidacy to be speaker. Lawmakers tell us they ll drop off if he doesn t win on first ballot. We have a deeply reported list on who is in play, who is out as Jordan tried to reach — Jake Sherman (@JakeSherman) October 17, 2023 Óljóst hvort Jordan hafi nægan stuðning Einungis fimm af 221 þingmanni Repúblikanaflokksins þurfa að neita að gefa Jordan atkvæði sitt til að hann nái ekki að tryggja sér embættið. Sé mið tekið af greiningum fjölmiðla vestanhafs er útlit fyrir að tíu til tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins ætli ekki að veita Jordan atkvæði. Mjög litlar líkur eru á því að nokkur Demókrati muni veita Jordan atkvæði. Í frétt Punchbowl News segir að meðal þeirra séu þingmenn sem styðji enn McCarthy og séu reiðir yfir því hvernig Jordan og hans bandamenn komu fram við Scalise. Einnig eru þingmenn sem eru ósáttir við viðhorf Jordans til kosninganna 2020, en hann hefur stutt Trump dyggilega í þeirri lygi að hann hafi tapað kosningunum vegna umfangsmikils svindls. Jordan tók einnig virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna og hefur dreift samsæriskenningum og lygum um kosningarnar. Þingkonan Mariannette Miller-Meeks las upp lista á þingflokksfundi Repúblikana í gær yfir þingmenn sem höfðu gagnrýnt hana og aðra Repúblikana og kvartaði hún yfir þrýstiherferð Jordans og bandamanna hans. Fréttakona CNN hefur tekið saman lista yfir þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að veita Jordan atkvæði og yfir þá sem hafa ekki ákveðið sig eða sagt frá afstöðu. Ahead of speaker vote: FIRM NO:Don BaconMike LawlerMike KellyCarlos GimenezMario Diaz Balart LEANING NO:Ken BuckVictoria SpartzSteve WomackMarianette Miller-Meeks UNDECIDED/NOT SAYING: Young KimJohn RutherfordJuan CiscomaniTom Kean JrABSENT:Gus Bilirakis— Annie Grayer (@AnnieGrayerCNN) October 17, 2023 Greiða mögulega oft atkvæði Hvort þingmennirnir standi við stóru orðin verður að koma í ljós. Jordan hefur gefið til kynna að hann ætli að tryggja að nokkrar atkvæðagreiðslur fari fram í dag. Afstaða þingmanna gæti breyst í ljósi þess hvernig fyrsta atkvæðagreiðslan fer, ef við gefum okkur að Jordan nái ekki kjöri í henni. Jordan og bandamenn hans vilja láta reyna á það að þingmenn sem styðji hann ekki óttist grasrót Repúblikanaflokksins og að þeir verði settir til hliðar í næsta forvali. Atkvæði verða greidd í stafrófsröð og þrír af þeim þingmönnum sem segjast ætla að segja nei eru mjög ofarlega í röðinni. Það gæti einnig haft áhrif á aðra þingmenn, fái Jordan þrjú nei frá allra fyrstu þingmönnunum. Þingfundurinn á að hefjast klukkan fjögur í dag og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ekki er víst að atkvæðagreiðslan hefjist um leið og þingfundurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21 Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21
Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent