Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu Finnur Th. Eiríksson skrifar 9. október 2023 07:30 Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun