Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2023 06:02 Andri Teitsson er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Hann hefur undanfarin fjórtán ár starfað sem framkvæmdastjóri Fallorku, raforkufyrirtækis bæjarins. vísir Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku. Fallorka, sem sér Akureyrarbæ fyrir raforku, er í eigu Norðurorku. Norðurorka er svo að 98 prósenta hlut í eigu Akureyrarbæjar og er stjórn félagsins skipuð bæjarfulltrúum. Í fundargerð Norðurorku frá 26. september kemur fram að í vor hafi Norðurorku borist erindi frá orkufyrirtækinu Arctic Hydro sem er í eigu nokkurra íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum á Fallorku eða skoðun á samruna. Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra Fallorku og bæjarfulltrúa L-listans á Akureyri, hafi verið falið að gera frumkönnun á valkostum sem mögulegir væru varðandi framtíð félagsins. Í lok ágúst var tilkynnt að Andri hefði hætt störfum hjá Fallorku og myndi hefja störf um mánaðamótin sem viðskipta- og þróunarstjóri hjá Orkusölunni. Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og loftlagsmála Norðurorku, hefur verið í starfinu í fjórar vikur á meðan unnið er að því að ráða í starfið. Skömmu eftir vistaskipti Andra til Orkusölunnar sendi Orkusalan erindi til Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar. Erindið var viðræður um kaup á Fallorku, að hluta til eða að öllu leyti. Stjórn Norðurorku hafnaði hugmyndum um sölu á virkjunum Fallorku en fól Eyþóri Björnssyni forstjóra að láta greina fýsileika þess að selja söluhluta starfsemi Fallorku og/eða samruna Fallorku við önnur félög. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í minnihluta bæjarstjórnar, og stjórnarmaður í Norðurorku segir málið vekja upp ýmsar spurningar. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Taflið snúist við Í samtali við Vísi segir Andri að hann hafi tekið alla kosti og galla sölu Fallorku saman fyrir hönd bæjarins, bæði fyrir þremur árum og aftur nú í vor. „Fyrir þremur árum þegar ég gerði þetta hefðu menn kannski frekar átt að segja að ég ætti að óttast um starfið mitt, með því að tala fallega um þá möguleika að selja félagið,“ segir Andri og vísar til þess að með sölu hefði hann mögulega misst starf sitt. „Það hefur þá kannski snúist við núna, að ég ætti að hafa hvata til þess,“ segir Andri. Hann segir vistaskiptin frá Norðurorku til Orkusölunnar hafa komið óvænt upp. Atvinnutilboð hafi borist í ágúst. „Það hafði mjög stuttan aðdraganda þannig að þessar vangaveltur í vor og sumar tengjast því ekki á neinn hátt.“ Bæjarstjóra Akureyrarbæjar barst erindi frá Orkusölunni þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Fallorku, aðeins þremur vikum eftir vistaskipti Andra. Fyrrverandi framkvæmdastjóra sem var nýbúinn að meta fýsileika á sölu félagsins eða hluta þess. Veit manna mest um stöðu Fallorku Þú hefur þá haft þessar upplýsingar allan hringinn? „Að sjálfsögðu vissi ég, og veit enn, manna mest um rekstur og stöðu Fallorku. Hins vegar getur hver sem er nálgast ársreikninga félagsins á nokkrum sekúndum á netinu. Þannig það eru engin stór leyndarmál í þessu. Auðvitað, þó að ég hafi verið framkvæmdastjóri félagsins, þá er annað fólk sem mun taka ákvörðun um sölu Norðurorku.“ Fallorka var rekin með tapi á síðasta ári en Andri segir að öll orkufyrirtæki sýni taprekstur af og til og það komi í bylgjum. „En auðvitað myndu menn vonast til að samstarf við eitthvað annað félag yrði til þess að efla Fallorku, með einhvers konar hagræðingu,“ segir Andri. Hagsmunir sem ættu að gjalda varhug Eru þessar viðræður nú byggðar á sama upplýsingagrunni og þú aflaðir á sínum tíma? „Sá sem hefur samband við Fallorku í þessu tilfelli er forstjóri Orkusölunnar og það er að öllu leyti hliðstætt félag. Þannig að hann er að sjálfsögðu, óháð mér, í góðri aðstöðu til að átta sig á rekstrarumhverfi Fallorku í dag,“ segir Andri. „Ég benti góðfúslega á það að fyrir þremur árum, þegar svipuð umræða var í gangi, að mínir hagsmunir hefðu átt að gjalda varhug við einhverri sameiningu þar sem starfið mitt væri þá í hættu. Í þeirri stöðu gerði ég minnisblað um alla þessa valkosti og ræddi, eftir því sem ég vil segja, á hlutlausan hátt um það. Var alveg óhræddur við að telja fram kosti ekki síður en galla.“ Akureyri Orkumál Stjórnsýsla Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. 10. júlí 2021 09:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fallorka, sem sér Akureyrarbæ fyrir raforku, er í eigu Norðurorku. Norðurorka er svo að 98 prósenta hlut í eigu Akureyrarbæjar og er stjórn félagsins skipuð bæjarfulltrúum. Í fundargerð Norðurorku frá 26. september kemur fram að í vor hafi Norðurorku borist erindi frá orkufyrirtækinu Arctic Hydro sem er í eigu nokkurra íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum á Fallorku eða skoðun á samruna. Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra Fallorku og bæjarfulltrúa L-listans á Akureyri, hafi verið falið að gera frumkönnun á valkostum sem mögulegir væru varðandi framtíð félagsins. Í lok ágúst var tilkynnt að Andri hefði hætt störfum hjá Fallorku og myndi hefja störf um mánaðamótin sem viðskipta- og þróunarstjóri hjá Orkusölunni. Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og loftlagsmála Norðurorku, hefur verið í starfinu í fjórar vikur á meðan unnið er að því að ráða í starfið. Skömmu eftir vistaskipti Andra til Orkusölunnar sendi Orkusalan erindi til Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar. Erindið var viðræður um kaup á Fallorku, að hluta til eða að öllu leyti. Stjórn Norðurorku hafnaði hugmyndum um sölu á virkjunum Fallorku en fól Eyþóri Björnssyni forstjóra að láta greina fýsileika þess að selja söluhluta starfsemi Fallorku og/eða samruna Fallorku við önnur félög. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í minnihluta bæjarstjórnar, og stjórnarmaður í Norðurorku segir málið vekja upp ýmsar spurningar. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Taflið snúist við Í samtali við Vísi segir Andri að hann hafi tekið alla kosti og galla sölu Fallorku saman fyrir hönd bæjarins, bæði fyrir þremur árum og aftur nú í vor. „Fyrir þremur árum þegar ég gerði þetta hefðu menn kannski frekar átt að segja að ég ætti að óttast um starfið mitt, með því að tala fallega um þá möguleika að selja félagið,“ segir Andri og vísar til þess að með sölu hefði hann mögulega misst starf sitt. „Það hefur þá kannski snúist við núna, að ég ætti að hafa hvata til þess,“ segir Andri. Hann segir vistaskiptin frá Norðurorku til Orkusölunnar hafa komið óvænt upp. Atvinnutilboð hafi borist í ágúst. „Það hafði mjög stuttan aðdraganda þannig að þessar vangaveltur í vor og sumar tengjast því ekki á neinn hátt.“ Bæjarstjóra Akureyrarbæjar barst erindi frá Orkusölunni þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Fallorku, aðeins þremur vikum eftir vistaskipti Andra. Fyrrverandi framkvæmdastjóra sem var nýbúinn að meta fýsileika á sölu félagsins eða hluta þess. Veit manna mest um stöðu Fallorku Þú hefur þá haft þessar upplýsingar allan hringinn? „Að sjálfsögðu vissi ég, og veit enn, manna mest um rekstur og stöðu Fallorku. Hins vegar getur hver sem er nálgast ársreikninga félagsins á nokkrum sekúndum á netinu. Þannig það eru engin stór leyndarmál í þessu. Auðvitað, þó að ég hafi verið framkvæmdastjóri félagsins, þá er annað fólk sem mun taka ákvörðun um sölu Norðurorku.“ Fallorka var rekin með tapi á síðasta ári en Andri segir að öll orkufyrirtæki sýni taprekstur af og til og það komi í bylgjum. „En auðvitað myndu menn vonast til að samstarf við eitthvað annað félag yrði til þess að efla Fallorku, með einhvers konar hagræðingu,“ segir Andri. Hagsmunir sem ættu að gjalda varhug Eru þessar viðræður nú byggðar á sama upplýsingagrunni og þú aflaðir á sínum tíma? „Sá sem hefur samband við Fallorku í þessu tilfelli er forstjóri Orkusölunnar og það er að öllu leyti hliðstætt félag. Þannig að hann er að sjálfsögðu, óháð mér, í góðri aðstöðu til að átta sig á rekstrarumhverfi Fallorku í dag,“ segir Andri. „Ég benti góðfúslega á það að fyrir þremur árum, þegar svipuð umræða var í gangi, að mínir hagsmunir hefðu átt að gjalda varhug við einhverri sameiningu þar sem starfið mitt væri þá í hættu. Í þeirri stöðu gerði ég minnisblað um alla þessa valkosti og ræddi, eftir því sem ég vil segja, á hlutlausan hátt um það. Var alveg óhræddur við að telja fram kosti ekki síður en galla.“
Akureyri Orkumál Stjórnsýsla Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. 10. júlí 2021 09:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00
Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. 10. júlí 2021 09:31