Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2023 20:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að umræða um Borgarlínu muni þróast á sama hátt og umræða um Hvalfjarðargöngin. Það er að segja, efasemdarmenn muni með tíð og tíma sjá ljósið og átta sig á gagnsemi framkvæmdarinnar. Vísir/Vilhelm Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira