Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2023 20:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að umræða um Borgarlínu muni þróast á sama hátt og umræða um Hvalfjarðargöngin. Það er að segja, efasemdarmenn muni með tíð og tíma sjá ljósið og átta sig á gagnsemi framkvæmdarinnar. Vísir/Vilhelm Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira