Verkfalli handritshöfunda aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 08:53 Þó handritshöfundar hafi samið við framleiðendur eru leikarar enn í verkfalli. Hér má sjá þá Bob Odenkirk og Jack Black í kröfugöngu í Hollywood í gær. AP/Damian Dovarganes Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent