Gríðarlegur uppgangur vinni gegn verðbólguhjöðnun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. september 2023 20:18 Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gríðarlegur uppgangur í íslenska hagkerfinu vinni að nokkru leyti gegn verðbólguhjöðnun. Hagvöxtur sé góður á evrópskan mælikvarða en baráttan við verðbólguna verði áfram sársaukafull. Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11
„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13
„Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00