Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 15:23 Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni. Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.
Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira