Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 15:23 Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni. Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.
Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira