Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:25 Mótmælendur sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum létu heyra vel í sér á Austurvelli við þingsetningu í dag. Vísir/Arnar Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira