Konur eru betri skurðlæknar en karlar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2023 14:02 Heilaskurðlæknir skoðar sneiðmyndir af mannsheilanum. Getty Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar. Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira