Fjársjóður hafsins Rúnar Magni Jónsson skrifar 1. september 2023 09:01 Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun