Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 07:20 Rannsóknin bendir til þess að það getur borgað sig að fylgjast með þáttum á borð við blóðþrýsting og blóðsykur, jafnvel þótt maður finni ekki fyrir einkennum. Getty/Matthew Horwood Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira