Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 10:55 Birgir Finnsson er starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir. Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir.
Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira