Hleypa geislavirku vatni út í sjó Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 06:58 Fumio Kishida tilkynnti í morgun að áætlunin hefjist á fimmtudag. Rodrigo Reyes Marin/AP Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg. Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg.
Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44