Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum stendur enn yfir.
„Málið er ekki rannsakað sem sakamál, en það var niðurstaðan að lokinni frumathugun á vettvangi.
Íbúar í húsnæðinu voru þrettán talsins eftir því sem næst verður komist, en þeir náðu allir að forða sér út.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan 13 í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð.