Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 11:48 Fyrri stjórn Sebastians Kurz vegna lausmælgis leiðtoga samstarfsflokksins árið 2019. Sú seinni féll þegar rannsókn hófst á meintri spillingu hans sjálfs. AP/Lisa Leutner Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs. Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs.
Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43
Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37