Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 13:59 Ákæran gegn Donald Trump og átján bandamönnum hans í Georgíu. Trump er ákærður í þrettán liðum af 41. AP/Jon Elswick Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu gaf út ákæru á hendur Trump og átján öðrum fyrir ólöglega tilraun til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu í gærkvöldi. Ákærudómstóll samþykkti alla ákæruliðina sem Willis lagði fram, alls 41 talsins. Engin nítjánmenninganna er ákærður fyrir öll brotin sem er lýst í ákærunni. Hún byggir á svonefndum RICO-lögum sem voru upphaflega sett til þess að ná utan um skipulagða glæpastarfsemi Mafíunnar en hafa í seinni tíð verið notuð til þess að sækja fólk til saka fyrir pólitíska spillingu og fjárglæpi. Trump og félögum er þannig gefið að sök að hafa á hver á sinn hátt brotið af sér í þágu sama glæpsamlega ætlunarverksins, að snúa úrslitum kosninganna við. Ákæran skarast að ýmsu leyti við þá sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, lagði fram á hendur Trump fyrir tveimur vikum. Hún er þó töluvert umfangsmeiri en alríkisákæra Smith sem hefur aðeins ákært Trump fyrir tilraunir til þess að snúa úrslitum kosninganna við með ólöglegum hætti enn sem komið er. Þóttust vera réttkjörnir kjörmenn ríkisins Trump, sem hélt því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í Georgíu og víðar, er ákærður í þrettán liðum. Auk þátttöku í ólöglegu samsæri sem allir sakborningarnir eru ákærðir fyrir er fyrrverandi forsetinn ákærður fyrir að reyna að fá opinbera embættismenn til þess að rjúfa embættiseið sinn, samsæri um skjalafals og að fá fólk til að látast vera opinberir embættismenn og lygar. Samsærið um skjalafals og að láta fólk látast vera embættismenn tengjast tilraunum Trump og nokkurra helstu ráðgjafa hans um að fá hóp repúblikana í Georgíu til þess að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði tefldu fram listum með fölskum kjörmönnum af þessu tagi. Fyrir þeim vakti að gefa Mike Pence, varaforseta, átyllu til þess að fresta því að staðfesta kosningaúrslitin eða jafnvel telja fölsku kjörmennina þegar Bandaríkjaþing kom saman 6. janúar. Pence neitaði hins vegar að taka þátt í því samsæri. Trump hringdi einnig persónulega í æðstu kjörnu fulltrúa Georgíu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna og þrýsti á þá að hjálpa sér að ógilda þúsundir atkvæða á grundvelli falskra ásakana hans um að þau væru ólögleg. Rannsókn saksóknarar hófst eftir símtal Trump til Brads Raffensperg, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ fyrir sig nógu mörg atkvæði til þess að færa sér sigurinn. Mark Meadows, skrifstofustjóri Hvíta hússins, er ákærður fyrir aðild að því að þrýsta á embættismennina í Georgíu þar sem hann skipulagði og hlýddi á nokkur samtala forsetans við þá. Fani Willis, umdæmissaksóknarinn í Fulton-sýsli, þegar hún kynnti ákæruna á hendur Trump og félögum.AP/John Bazemore Sögðu þingmönnum að þeir gætu ákveðið úrslit kosninganna Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, og tveir aðrir lögmenn eru ákærðir fyrir að ljúga því að ríkisþingi Georgíu í desember eftir kosningarnar að þingmenn þar hefðu heimild til þess að hunsa úrslit forsetakosninganna í ljósi falskra ásakana þeirra um kosningasvik og styðja formlega falska kjörmenn Trump. Hópur stuðningsmanna Trump er ákærður fyrir að skipuleggja fund þar sem hópur repúblikana lýsti því yfir að viðstaddir væru kjörmenn Georgíu og að senda Bandaríkjaþingi fölsuð skjöl um að þeir væru lögmætir. Á meðal þeirra voru nokkrir helstu leiðtogar Repúblikanaflokksins í ríkinu. Nokkrir eru aðeins ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita og ógna konu sem starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu. Trump sjálfur lýsti konunni og dóttur hennar persónulega sem „atvinnukosningasvindlara“ á sama tíma og bandamenn hans sökuðu þær ranglega um kosningasvik. Mæðgurnar máttu þola líflátshótanir um margra mánaða skeið eftir kosningarnar. Þær stefndu Giuliani og fleirum fyrir meiðyrði. Hann ætlar sér ekki að þræta fyrir það fyrir dómi að fullyrðingar hans um þær hafi verið stoðlausar. Trump og félagar eru sakaðir um að sá efasemdum um lögmæti úrslita forsetakosningana og nýta sér þær til þess að stöðva staðfestingu þeirra á Bandaríkjaþingi með það fyrir augum að halda honum í embætti.AP/Butch Dill Reyndu að stela kosningabúnaði Bandarískir fjölmiðlar höfðu þegar greint frá mörgum þeim atburðum sem lýst er í ákærunni á undanförnum mánuðum og árum sem liðin eru frá kosningunum. Liður ákærunnar um að hluti af teymi Trump hafi lagt á ráðin um að stela kosningabúnaði vekur hins vegar athygli. Sydney Powell, lögmaður sem var óþreytandi í ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn, og fleiri eru þannig ákærð fyrir að eiga við kosningavélar í Coffee-sýslu og að stela gögnum sem tilheyra Dominion Voting Systems, framleiðanda vélanna. Powell og fleiri bandamenn Trump settu fram framandlegar samsæriskenningar um hægt væri að nota vélarnar til þess að breyta atkvæðum. Lögmaðurinn og fleiri stuðningsmenn Trump eru sakaðir um að afrita kjörgögn og hugbúnað úr kosningavélunum ólöglega. Forseti getur ekki náðað Ólíkt ákæru Smith, sérstaka rannsakandans, verður málið gegn Trump og félögum í Georgíu rekið fyrir ríkisdómstól. Verði hann eða aðrir sakfelldir getur Trump því ekki náðað sjálfan sig eða mildað dóma. Það getur forseti aðeins gert í alríkismálum. Lögmenn Trump eru sagðir ætla að reyna að fá málið fært til alríkisdómstóls. Trump og félagar hafa til 25. ágúst til þess að gefa sig fram sjálfviljugir. Þeir eiga að öðrum kosti yfir sér handtöku. Þrátt fyrir að hátt í þrjú ár séu nú liðin frá kosningunum heldur Trump því enn ranglega fram að svindlað hafi verið á honum í þeim. Eftir að ákærurnar í Georgíu voru kynntar tilkynnti hann að hann ætlaði að halda blaðamannafund í næstu viku þar sem hann hann legði fram „óhrekjanlega“ skýrslu um meint kosningasvik í Georgíu sem ætti að vera grundvöllur til þess að fella allar ákærurnar niður. NEWS: Trump says he will hold a "major News Conference" next Monday at his golf club in Bedminster, New Jersey, during which he will present a report from his team regarding his false claims that the presidential election results in Georgia were rife with fraud pic.twitter.com/eZi1Ud7Lks— Alayna Treene (@alaynatreene) August 15, 2023 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Tengdar fréttir Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu gaf út ákæru á hendur Trump og átján öðrum fyrir ólöglega tilraun til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu í gærkvöldi. Ákærudómstóll samþykkti alla ákæruliðina sem Willis lagði fram, alls 41 talsins. Engin nítjánmenninganna er ákærður fyrir öll brotin sem er lýst í ákærunni. Hún byggir á svonefndum RICO-lögum sem voru upphaflega sett til þess að ná utan um skipulagða glæpastarfsemi Mafíunnar en hafa í seinni tíð verið notuð til þess að sækja fólk til saka fyrir pólitíska spillingu og fjárglæpi. Trump og félögum er þannig gefið að sök að hafa á hver á sinn hátt brotið af sér í þágu sama glæpsamlega ætlunarverksins, að snúa úrslitum kosninganna við. Ákæran skarast að ýmsu leyti við þá sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, lagði fram á hendur Trump fyrir tveimur vikum. Hún er þó töluvert umfangsmeiri en alríkisákæra Smith sem hefur aðeins ákært Trump fyrir tilraunir til þess að snúa úrslitum kosninganna við með ólöglegum hætti enn sem komið er. Þóttust vera réttkjörnir kjörmenn ríkisins Trump, sem hélt því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í Georgíu og víðar, er ákærður í þrettán liðum. Auk þátttöku í ólöglegu samsæri sem allir sakborningarnir eru ákærðir fyrir er fyrrverandi forsetinn ákærður fyrir að reyna að fá opinbera embættismenn til þess að rjúfa embættiseið sinn, samsæri um skjalafals og að fá fólk til að látast vera opinberir embættismenn og lygar. Samsærið um skjalafals og að láta fólk látast vera embættismenn tengjast tilraunum Trump og nokkurra helstu ráðgjafa hans um að fá hóp repúblikana í Georgíu til þess að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði tefldu fram listum með fölskum kjörmönnum af þessu tagi. Fyrir þeim vakti að gefa Mike Pence, varaforseta, átyllu til þess að fresta því að staðfesta kosningaúrslitin eða jafnvel telja fölsku kjörmennina þegar Bandaríkjaþing kom saman 6. janúar. Pence neitaði hins vegar að taka þátt í því samsæri. Trump hringdi einnig persónulega í æðstu kjörnu fulltrúa Georgíu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna og þrýsti á þá að hjálpa sér að ógilda þúsundir atkvæða á grundvelli falskra ásakana hans um að þau væru ólögleg. Rannsókn saksóknarar hófst eftir símtal Trump til Brads Raffensperg, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ fyrir sig nógu mörg atkvæði til þess að færa sér sigurinn. Mark Meadows, skrifstofustjóri Hvíta hússins, er ákærður fyrir aðild að því að þrýsta á embættismennina í Georgíu þar sem hann skipulagði og hlýddi á nokkur samtala forsetans við þá. Fani Willis, umdæmissaksóknarinn í Fulton-sýsli, þegar hún kynnti ákæruna á hendur Trump og félögum.AP/John Bazemore Sögðu þingmönnum að þeir gætu ákveðið úrslit kosninganna Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, og tveir aðrir lögmenn eru ákærðir fyrir að ljúga því að ríkisþingi Georgíu í desember eftir kosningarnar að þingmenn þar hefðu heimild til þess að hunsa úrslit forsetakosninganna í ljósi falskra ásakana þeirra um kosningasvik og styðja formlega falska kjörmenn Trump. Hópur stuðningsmanna Trump er ákærður fyrir að skipuleggja fund þar sem hópur repúblikana lýsti því yfir að viðstaddir væru kjörmenn Georgíu og að senda Bandaríkjaþingi fölsuð skjöl um að þeir væru lögmætir. Á meðal þeirra voru nokkrir helstu leiðtogar Repúblikanaflokksins í ríkinu. Nokkrir eru aðeins ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita og ógna konu sem starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu. Trump sjálfur lýsti konunni og dóttur hennar persónulega sem „atvinnukosningasvindlara“ á sama tíma og bandamenn hans sökuðu þær ranglega um kosningasvik. Mæðgurnar máttu þola líflátshótanir um margra mánaða skeið eftir kosningarnar. Þær stefndu Giuliani og fleirum fyrir meiðyrði. Hann ætlar sér ekki að þræta fyrir það fyrir dómi að fullyrðingar hans um þær hafi verið stoðlausar. Trump og félagar eru sakaðir um að sá efasemdum um lögmæti úrslita forsetakosningana og nýta sér þær til þess að stöðva staðfestingu þeirra á Bandaríkjaþingi með það fyrir augum að halda honum í embætti.AP/Butch Dill Reyndu að stela kosningabúnaði Bandarískir fjölmiðlar höfðu þegar greint frá mörgum þeim atburðum sem lýst er í ákærunni á undanförnum mánuðum og árum sem liðin eru frá kosningunum. Liður ákærunnar um að hluti af teymi Trump hafi lagt á ráðin um að stela kosningabúnaði vekur hins vegar athygli. Sydney Powell, lögmaður sem var óþreytandi í ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn, og fleiri eru þannig ákærð fyrir að eiga við kosningavélar í Coffee-sýslu og að stela gögnum sem tilheyra Dominion Voting Systems, framleiðanda vélanna. Powell og fleiri bandamenn Trump settu fram framandlegar samsæriskenningar um hægt væri að nota vélarnar til þess að breyta atkvæðum. Lögmaðurinn og fleiri stuðningsmenn Trump eru sakaðir um að afrita kjörgögn og hugbúnað úr kosningavélunum ólöglega. Forseti getur ekki náðað Ólíkt ákæru Smith, sérstaka rannsakandans, verður málið gegn Trump og félögum í Georgíu rekið fyrir ríkisdómstól. Verði hann eða aðrir sakfelldir getur Trump því ekki náðað sjálfan sig eða mildað dóma. Það getur forseti aðeins gert í alríkismálum. Lögmenn Trump eru sagðir ætla að reyna að fá málið fært til alríkisdómstóls. Trump og félagar hafa til 25. ágúst til þess að gefa sig fram sjálfviljugir. Þeir eiga að öðrum kosti yfir sér handtöku. Þrátt fyrir að hátt í þrjú ár séu nú liðin frá kosningunum heldur Trump því enn ranglega fram að svindlað hafi verið á honum í þeim. Eftir að ákærurnar í Georgíu voru kynntar tilkynnti hann að hann ætlaði að halda blaðamannafund í næstu viku þar sem hann hann legði fram „óhrekjanlega“ skýrslu um meint kosningasvik í Georgíu sem ætti að vera grundvöllur til þess að fella allar ákærurnar niður. NEWS: Trump says he will hold a "major News Conference" next Monday at his golf club in Bedminster, New Jersey, during which he will present a report from his team regarding his false claims that the presidential election results in Georgia were rife with fraud pic.twitter.com/eZi1Ud7Lks— Alayna Treene (@alaynatreene) August 15, 2023
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Tengdar fréttir Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22
Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20