Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2023 18:47 Lengi vel leit út fyrir að bardagi þessara tveggja myndi raungerast. vísir Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega. Í júní bryddaði Elon Musk, eigandi Twitter, upp á hugmynd að slagsmálum milli hans og Zuckerberg, eiganda samfélagsmiðlarisans Meta. Gerði hann það á sama tíma og Meta vann að þróun samfélagsmiðils í beinni samkeppni við Twitter sem kallast Threads. Í framhaldinu sagði Dana White forseti UFC að þeir væru báðir tilbúnir til að mætast í hringnum og að bardaginn yrði sá stærsti í sögunni. Í færslu á Threads segir Zuckerberg að nú sé orðið ljóst að Musk sé ekki alvara með að mæta honum í hringnum. „Ég bauð dagsetningu. Dana White bauðst til þess að gera þetta að almennilegum bardaga til styrktar góðgerðarmála. Elon vildi ekki staðfesta dagsetningu, segist svo þurfa að fara í aðgerð og biður nú um að fá að mæta mér í garðinum mínum í staðinn,“ skrifar Zuckerberg. „Ef Elon verður nokkurn tímann alvara með dagsetningu og viðburð, þá veit hann hvar hann nær í mig. Að öðrum kosti er tími til kominn að halda á önnur mið. Ég mun einblína á að berjast við fólk sem tekur íþróttinni alvara.“ Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Twitter Meta Facebook Box MMA Tengdar fréttir Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. 22. júní 2023 10:24 Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. 4. júlí 2023 08:30 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Sjá meira
Í júní bryddaði Elon Musk, eigandi Twitter, upp á hugmynd að slagsmálum milli hans og Zuckerberg, eiganda samfélagsmiðlarisans Meta. Gerði hann það á sama tíma og Meta vann að þróun samfélagsmiðils í beinni samkeppni við Twitter sem kallast Threads. Í framhaldinu sagði Dana White forseti UFC að þeir væru báðir tilbúnir til að mætast í hringnum og að bardaginn yrði sá stærsti í sögunni. Í færslu á Threads segir Zuckerberg að nú sé orðið ljóst að Musk sé ekki alvara með að mæta honum í hringnum. „Ég bauð dagsetningu. Dana White bauðst til þess að gera þetta að almennilegum bardaga til styrktar góðgerðarmála. Elon vildi ekki staðfesta dagsetningu, segist svo þurfa að fara í aðgerð og biður nú um að fá að mæta mér í garðinum mínum í staðinn,“ skrifar Zuckerberg. „Ef Elon verður nokkurn tímann alvara með dagsetningu og viðburð, þá veit hann hvar hann nær í mig. Að öðrum kosti er tími til kominn að halda á önnur mið. Ég mun einblína á að berjast við fólk sem tekur íþróttinni alvara.“
Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Twitter Meta Facebook Box MMA Tengdar fréttir Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. 22. júní 2023 10:24 Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. 4. júlí 2023 08:30 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Sjá meira
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. 22. júní 2023 10:24
Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. 4. júlí 2023 08:30