Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. ágúst 2023 14:00 Los Olivos golfvöllurinn í Mijas á Costa del Sol er einn 109 golfvalla í Andalúsíu. Getty Images Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna. Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið. Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið.
Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira