Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 20:57 Sakborningar gengu huldu höfði til dómsalar í dag. ap Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK. Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK.
Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30