„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 06:58 Antony Blinken, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Mohamed Bazoum, forseta Níger, á fundi þeirra í Níger í mars. AP/Boureima Hama Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. Hópur hermanna tilkynnti það í beinni útsendingu aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku að herinn væri búinn að steypa ríkisstjórn landsins af stóli. Hermennirnir sögðu öryggissveitir hafa tekið yfir stofnanir landsins og hvöttu utanaðkomandi aðila til að skipta sér ekki af. Í grein Bazoum segist hann vera aðeins einn af þeim hundruð borgara sem herforingjastjórnin hafi handtekið ólöglega. Þá varar hann við viðveru Wagner-málaliðahópsins sem fagnaði valdaráninu en hópurinn er nokkuð stórtækur í Vestur-Afríku. „Þetta valdarán verður ekki réttlætt á nokkurn hátt,“ segir í grein Bazoum. „Ef þeim tekst áætlunarverk sitt mun það hafa skeflilegar afleiðingar fyrir land okkar, heimshluta og allan heiminn.“ Nú hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti kallað eftir því að Bazoum forseti verði látinn laus og að lýðræði verði komið á í landinu á ný. Herforingjastjórnin hefur nú fellt úr gildi hernaðarsamkomulag milli Níger og Frakklands, fyrrum nýlenduherra, en milli 1000 og 1500 franskir hermenn eru staðsettir í Níger til að berjast gegn íslömskum uppreisnarhópum. Níger Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hópur hermanna tilkynnti það í beinni útsendingu aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku að herinn væri búinn að steypa ríkisstjórn landsins af stóli. Hermennirnir sögðu öryggissveitir hafa tekið yfir stofnanir landsins og hvöttu utanaðkomandi aðila til að skipta sér ekki af. Í grein Bazoum segist hann vera aðeins einn af þeim hundruð borgara sem herforingjastjórnin hafi handtekið ólöglega. Þá varar hann við viðveru Wagner-málaliðahópsins sem fagnaði valdaráninu en hópurinn er nokkuð stórtækur í Vestur-Afríku. „Þetta valdarán verður ekki réttlætt á nokkurn hátt,“ segir í grein Bazoum. „Ef þeim tekst áætlunarverk sitt mun það hafa skeflilegar afleiðingar fyrir land okkar, heimshluta og allan heiminn.“ Nú hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti kallað eftir því að Bazoum forseti verði látinn laus og að lýðræði verði komið á í landinu á ný. Herforingjastjórnin hefur nú fellt úr gildi hernaðarsamkomulag milli Níger og Frakklands, fyrrum nýlenduherra, en milli 1000 og 1500 franskir hermenn eru staðsettir í Níger til að berjast gegn íslömskum uppreisnarhópum.
Níger Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26