Staðan sé að versna í leikskólamálunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 20:01 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama
Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira