Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 22:43 Nýju herforingjastjórninni var fagnað á götum úti í Níger í dag og rússneska fánanum var veifað. Getty Þúsundir stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar sem framdi valdarán í vestur-Afríkuríkinu Níger í síðustu viku þustu út á götur höfuðborgarinnar Niamey og fögnuðu hinni nýju stjórn. Önnur vestur-Afríkuríki undirbúa inngrip með hernaðaraðgerðum. Sjá mátti fólk veifa rússneska fánanum og heyra mátti nafn Pútíns Rússlandsforseta hrópað á götum úti, á sama tíma og ókvæðisorð voru höfð uppi um frönsk stjórnvöld, en Níger var eitt sinn frönsk nýlenda. Eldar voru kveiktir við franska sendiráðið en að endingu batt herinn enda á óeirðirnar. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa hótað því að grípa til hernaðaraðgerða, láti herforingjastjórnin ekki af völdum innan næstu sjö daga og afhendi forseta landsins Mohamed Bazoum völdin á ný. Leiðtogarnir héldu neyðarfund í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í dag þar sem valdaránið var til umræðu. Í yfirlýsingu þeirra segir að valdaránið verði ekki liðið. Gripið verði til allra tiltækra aðgerða til að koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á ný. „Slíkar aðgerðir innihalda valdbeitingu og hershöfðingjar landanna munu hittast við fyrsta tækifæri til að skipuleggja inngrip,“ segir í yfirlýsingu. Herforingjastjórnin hefur gefið það út að allri mótspyrnu gegn valdaráninu verði mætt af hörku. Níger Nígería Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Sjá mátti fólk veifa rússneska fánanum og heyra mátti nafn Pútíns Rússlandsforseta hrópað á götum úti, á sama tíma og ókvæðisorð voru höfð uppi um frönsk stjórnvöld, en Níger var eitt sinn frönsk nýlenda. Eldar voru kveiktir við franska sendiráðið en að endingu batt herinn enda á óeirðirnar. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa hótað því að grípa til hernaðaraðgerða, láti herforingjastjórnin ekki af völdum innan næstu sjö daga og afhendi forseta landsins Mohamed Bazoum völdin á ný. Leiðtogarnir héldu neyðarfund í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í dag þar sem valdaránið var til umræðu. Í yfirlýsingu þeirra segir að valdaránið verði ekki liðið. Gripið verði til allra tiltækra aðgerða til að koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á ný. „Slíkar aðgerðir innihalda valdbeitingu og hershöfðingjar landanna munu hittast við fyrsta tækifæri til að skipuleggja inngrip,“ segir í yfirlýsingu. Herforingjastjórnin hefur gefið það út að allri mótspyrnu gegn valdaráninu verði mætt af hörku.
Níger Nígería Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira