Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. júlí 2023 12:33 Alberto Nuñez Feijoo, formaður Lýðflokksins fagnar kosningasigri flokksins um síðustu helgi. Gleðin var skammvinn þegar í ljós kom að Lýðflokknum og öfgahægriflokknum VOX mistókst að ná tilskildum fjölda þingsæta til að mynda ríkisstjórn og litlir flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þverneita að styðja stjórn með VOX innanborðs. Marcos del Mazo/Getty Images Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47