Uppselt á mettíma gegn FCK: „Á sex mínútum voru allir miðar uppseldir í almennri sölu“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. júlí 2023 06:31 Það verður fjör á Kópavogsvelli þegar FCK mætir Vísir/Hulda Margrét Það var uppselt á mettíma á leik Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar sem fram fer á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. Eftir að almenn miðasala fór af stað var uppselt á aðeins sex mínútum. Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, ræddi miðasöluna við Vísi. „Áður en almenn miðasala hófst var stutt forsala í boði fyrir þá sem eru í Blikaklúbbnum og borga mánaðarlegt gjald. Dyggustu stuðningmennirnir borga fast gjald allt árið um kring og margir hverjir hafa gert í tugi ára. Almennri miðasölu seinkaði um hálftíma vegna þess að við vorum í samráði við Stubb að finna út úr númerum á sætum og öðru tengdu því. Miðasla fór af stað 17:30 og sex mínútum síðar voru allir miðar á leikinn uppseldir.“ „Við fengum gríðarlegt magn af fyrirspurnum eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og áður en miðasalan hófst. Við bjuggumst ekki alveg við þessu. Ég tók eitt símtal á meðan að á þessu stóð og þegar ég kíkti næst á símann var ég persónulega kominn með skilaboð frá 28 mismunandi einstaklingum,“ sagði Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, þegar Vísir sló á þráðinn til hans. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þrátt fyrir að Breiðablik hafi getað selt töluvert fleiri miða var Kristján ánægður með að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. „Auðvitað eru vellir eins og Laugardalsvöllur sem geta tekið við þessum fjölda en það er frábært fyrir félag eins og Breiðablik að það seljist upp á örfáum mínútum. Miðað við eftirspurn hefðum við auðveldlega geta selt 4000 miða.“ Það er möguleiki á því að fleiri miðar fari í sölu á leikinn en það fer eftir því hversu marga miða FC Kaupmannahöfn mun nota. „Við erum í samskiptum við FCK varðandi það að þeir eiga rétt á ákveðnum fjölda miða. Við þurfum að fá það á hreint hvað FCK ætlar að nýta marga miða og þá er hugmyndin að skipta gömlu stúkunni upp. Þannig að þetta fer eftir hversu mörg sæti verða eftir þegar búið er að koma gæslunni fyrir.“ „Ég held að Breiðablik hefði getað tekið þá ákvörðun um að hækka miðaverð umtalsvert. Það var tekin ákvörðun um að gera það ekki. Það var tekin ákvörðun um að halda barnamiðum en önnur félög sem hafa verið í svipuðum sporum hafa haft eitt miðaverð. Það er þessi lína sem félagið er að reyna að fara þrátt fyrir að það séu tekjumöguleikar á að hækka miðaverð þegar eftirspurn er svona gríðarleg.“ Mikil eftirvænting fyrir leiknum á Parken og þó nokkrir hafa bókað flug „Grænastofan var opin eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og eftir að ég hafði lokið fundi kíkti ég þangað þar sem var mikil gleði. Mín upplifun var þannig að ég rölti á milli borða og um leið og einn sagðist vera búinn að kaupa flug til Kaupmannahafnar fór gamla góða bylgjan af stað og fólk reif upp símann og pantaði.“ Fólk áttar sig ekki á því hversu mikið skítafélag FCK er. Á öllum venjulegum leikjum er útiliðið í stemning D1-D3 hólfinu. Neinei sendum Íslendingana bara upp í rassgatsrjáfrið í A11🤮🤮 pic.twitter.com/lejHNQVopW— Freyr S.N. (@fs3786) July 20, 2023 Kristján hafði ekki áhyggjur af staðsetningu stuðningsmanna Breiðabliks á Parken og vonaðist eftir því að sjá sem flesta. „Mér skilst að við eigum að fá fimm prósent af miðum á Parken og miðað við fjöldann sem völlurinn tekur eru það sennilega 1900 miðar. Ef það verða 1900 grænir Blikar á Parken þá verður það meira en á Kópavogsvelli. „Við höfum fengið mikið af skilaboðum varðandi leikinn á Parken og við erum í samskiptum við FCK um hvernig við útfærum það. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna ættum við að skila öllum Blikum á Parken sem vilja.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
„Áður en almenn miðasala hófst var stutt forsala í boði fyrir þá sem eru í Blikaklúbbnum og borga mánaðarlegt gjald. Dyggustu stuðningmennirnir borga fast gjald allt árið um kring og margir hverjir hafa gert í tugi ára. Almennri miðasölu seinkaði um hálftíma vegna þess að við vorum í samráði við Stubb að finna út úr númerum á sætum og öðru tengdu því. Miðasla fór af stað 17:30 og sex mínútum síðar voru allir miðar á leikinn uppseldir.“ „Við fengum gríðarlegt magn af fyrirspurnum eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og áður en miðasalan hófst. Við bjuggumst ekki alveg við þessu. Ég tók eitt símtal á meðan að á þessu stóð og þegar ég kíkti næst á símann var ég persónulega kominn með skilaboð frá 28 mismunandi einstaklingum,“ sagði Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, þegar Vísir sló á þráðinn til hans. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þrátt fyrir að Breiðablik hafi getað selt töluvert fleiri miða var Kristján ánægður með að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. „Auðvitað eru vellir eins og Laugardalsvöllur sem geta tekið við þessum fjölda en það er frábært fyrir félag eins og Breiðablik að það seljist upp á örfáum mínútum. Miðað við eftirspurn hefðum við auðveldlega geta selt 4000 miða.“ Það er möguleiki á því að fleiri miðar fari í sölu á leikinn en það fer eftir því hversu marga miða FC Kaupmannahöfn mun nota. „Við erum í samskiptum við FCK varðandi það að þeir eiga rétt á ákveðnum fjölda miða. Við þurfum að fá það á hreint hvað FCK ætlar að nýta marga miða og þá er hugmyndin að skipta gömlu stúkunni upp. Þannig að þetta fer eftir hversu mörg sæti verða eftir þegar búið er að koma gæslunni fyrir.“ „Ég held að Breiðablik hefði getað tekið þá ákvörðun um að hækka miðaverð umtalsvert. Það var tekin ákvörðun um að gera það ekki. Það var tekin ákvörðun um að halda barnamiðum en önnur félög sem hafa verið í svipuðum sporum hafa haft eitt miðaverð. Það er þessi lína sem félagið er að reyna að fara þrátt fyrir að það séu tekjumöguleikar á að hækka miðaverð þegar eftirspurn er svona gríðarleg.“ Mikil eftirvænting fyrir leiknum á Parken og þó nokkrir hafa bókað flug „Grænastofan var opin eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og eftir að ég hafði lokið fundi kíkti ég þangað þar sem var mikil gleði. Mín upplifun var þannig að ég rölti á milli borða og um leið og einn sagðist vera búinn að kaupa flug til Kaupmannahafnar fór gamla góða bylgjan af stað og fólk reif upp símann og pantaði.“ Fólk áttar sig ekki á því hversu mikið skítafélag FCK er. Á öllum venjulegum leikjum er útiliðið í stemning D1-D3 hólfinu. Neinei sendum Íslendingana bara upp í rassgatsrjáfrið í A11🤮🤮 pic.twitter.com/lejHNQVopW— Freyr S.N. (@fs3786) July 20, 2023 Kristján hafði ekki áhyggjur af staðsetningu stuðningsmanna Breiðabliks á Parken og vonaðist eftir því að sjá sem flesta. „Mér skilst að við eigum að fá fimm prósent af miðum á Parken og miðað við fjöldann sem völlurinn tekur eru það sennilega 1900 miðar. Ef það verða 1900 grænir Blikar á Parken þá verður það meira en á Kópavogsvelli. „Við höfum fengið mikið af skilaboðum varðandi leikinn á Parken og við erum í samskiptum við FCK um hvernig við útfærum það. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna ættum við að skila öllum Blikum á Parken sem vilja.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira