Uppselt á mettíma gegn FCK: „Á sex mínútum voru allir miðar uppseldir í almennri sölu“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. júlí 2023 06:31 Það verður fjör á Kópavogsvelli þegar FCK mætir Vísir/Hulda Margrét Það var uppselt á mettíma á leik Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar sem fram fer á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. Eftir að almenn miðasala fór af stað var uppselt á aðeins sex mínútum. Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, ræddi miðasöluna við Vísi. „Áður en almenn miðasala hófst var stutt forsala í boði fyrir þá sem eru í Blikaklúbbnum og borga mánaðarlegt gjald. Dyggustu stuðningmennirnir borga fast gjald allt árið um kring og margir hverjir hafa gert í tugi ára. Almennri miðasölu seinkaði um hálftíma vegna þess að við vorum í samráði við Stubb að finna út úr númerum á sætum og öðru tengdu því. Miðasla fór af stað 17:30 og sex mínútum síðar voru allir miðar á leikinn uppseldir.“ „Við fengum gríðarlegt magn af fyrirspurnum eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og áður en miðasalan hófst. Við bjuggumst ekki alveg við þessu. Ég tók eitt símtal á meðan að á þessu stóð og þegar ég kíkti næst á símann var ég persónulega kominn með skilaboð frá 28 mismunandi einstaklingum,“ sagði Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, þegar Vísir sló á þráðinn til hans. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þrátt fyrir að Breiðablik hafi getað selt töluvert fleiri miða var Kristján ánægður með að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. „Auðvitað eru vellir eins og Laugardalsvöllur sem geta tekið við þessum fjölda en það er frábært fyrir félag eins og Breiðablik að það seljist upp á örfáum mínútum. Miðað við eftirspurn hefðum við auðveldlega geta selt 4000 miða.“ Það er möguleiki á því að fleiri miðar fari í sölu á leikinn en það fer eftir því hversu marga miða FC Kaupmannahöfn mun nota. „Við erum í samskiptum við FCK varðandi það að þeir eiga rétt á ákveðnum fjölda miða. Við þurfum að fá það á hreint hvað FCK ætlar að nýta marga miða og þá er hugmyndin að skipta gömlu stúkunni upp. Þannig að þetta fer eftir hversu mörg sæti verða eftir þegar búið er að koma gæslunni fyrir.“ „Ég held að Breiðablik hefði getað tekið þá ákvörðun um að hækka miðaverð umtalsvert. Það var tekin ákvörðun um að gera það ekki. Það var tekin ákvörðun um að halda barnamiðum en önnur félög sem hafa verið í svipuðum sporum hafa haft eitt miðaverð. Það er þessi lína sem félagið er að reyna að fara þrátt fyrir að það séu tekjumöguleikar á að hækka miðaverð þegar eftirspurn er svona gríðarleg.“ Mikil eftirvænting fyrir leiknum á Parken og þó nokkrir hafa bókað flug „Grænastofan var opin eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og eftir að ég hafði lokið fundi kíkti ég þangað þar sem var mikil gleði. Mín upplifun var þannig að ég rölti á milli borða og um leið og einn sagðist vera búinn að kaupa flug til Kaupmannahafnar fór gamla góða bylgjan af stað og fólk reif upp símann og pantaði.“ Fólk áttar sig ekki á því hversu mikið skítafélag FCK er. Á öllum venjulegum leikjum er útiliðið í stemning D1-D3 hólfinu. Neinei sendum Íslendingana bara upp í rassgatsrjáfrið í A11🤮🤮 pic.twitter.com/lejHNQVopW— Freyr S.N. (@fs3786) July 20, 2023 Kristján hafði ekki áhyggjur af staðsetningu stuðningsmanna Breiðabliks á Parken og vonaðist eftir því að sjá sem flesta. „Mér skilst að við eigum að fá fimm prósent af miðum á Parken og miðað við fjöldann sem völlurinn tekur eru það sennilega 1900 miðar. Ef það verða 1900 grænir Blikar á Parken þá verður það meira en á Kópavogsvelli. „Við höfum fengið mikið af skilaboðum varðandi leikinn á Parken og við erum í samskiptum við FCK um hvernig við útfærum það. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna ættum við að skila öllum Blikum á Parken sem vilja.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
„Áður en almenn miðasala hófst var stutt forsala í boði fyrir þá sem eru í Blikaklúbbnum og borga mánaðarlegt gjald. Dyggustu stuðningmennirnir borga fast gjald allt árið um kring og margir hverjir hafa gert í tugi ára. Almennri miðasölu seinkaði um hálftíma vegna þess að við vorum í samráði við Stubb að finna út úr númerum á sætum og öðru tengdu því. Miðasla fór af stað 17:30 og sex mínútum síðar voru allir miðar á leikinn uppseldir.“ „Við fengum gríðarlegt magn af fyrirspurnum eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og áður en miðasalan hófst. Við bjuggumst ekki alveg við þessu. Ég tók eitt símtal á meðan að á þessu stóð og þegar ég kíkti næst á símann var ég persónulega kominn með skilaboð frá 28 mismunandi einstaklingum,“ sagði Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, þegar Vísir sló á þráðinn til hans. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þrátt fyrir að Breiðablik hafi getað selt töluvert fleiri miða var Kristján ánægður með að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. „Auðvitað eru vellir eins og Laugardalsvöllur sem geta tekið við þessum fjölda en það er frábært fyrir félag eins og Breiðablik að það seljist upp á örfáum mínútum. Miðað við eftirspurn hefðum við auðveldlega geta selt 4000 miða.“ Það er möguleiki á því að fleiri miðar fari í sölu á leikinn en það fer eftir því hversu marga miða FC Kaupmannahöfn mun nota. „Við erum í samskiptum við FCK varðandi það að þeir eiga rétt á ákveðnum fjölda miða. Við þurfum að fá það á hreint hvað FCK ætlar að nýta marga miða og þá er hugmyndin að skipta gömlu stúkunni upp. Þannig að þetta fer eftir hversu mörg sæti verða eftir þegar búið er að koma gæslunni fyrir.“ „Ég held að Breiðablik hefði getað tekið þá ákvörðun um að hækka miðaverð umtalsvert. Það var tekin ákvörðun um að gera það ekki. Það var tekin ákvörðun um að halda barnamiðum en önnur félög sem hafa verið í svipuðum sporum hafa haft eitt miðaverð. Það er þessi lína sem félagið er að reyna að fara þrátt fyrir að það séu tekjumöguleikar á að hækka miðaverð þegar eftirspurn er svona gríðarleg.“ Mikil eftirvænting fyrir leiknum á Parken og þó nokkrir hafa bókað flug „Grænastofan var opin eftir leikinn gegn Shamrock Rovers og eftir að ég hafði lokið fundi kíkti ég þangað þar sem var mikil gleði. Mín upplifun var þannig að ég rölti á milli borða og um leið og einn sagðist vera búinn að kaupa flug til Kaupmannahafnar fór gamla góða bylgjan af stað og fólk reif upp símann og pantaði.“ Fólk áttar sig ekki á því hversu mikið skítafélag FCK er. Á öllum venjulegum leikjum er útiliðið í stemning D1-D3 hólfinu. Neinei sendum Íslendingana bara upp í rassgatsrjáfrið í A11🤮🤮 pic.twitter.com/lejHNQVopW— Freyr S.N. (@fs3786) July 20, 2023 Kristján hafði ekki áhyggjur af staðsetningu stuðningsmanna Breiðabliks á Parken og vonaðist eftir því að sjá sem flesta. „Mér skilst að við eigum að fá fimm prósent af miðum á Parken og miðað við fjöldann sem völlurinn tekur eru það sennilega 1900 miðar. Ef það verða 1900 grænir Blikar á Parken þá verður það meira en á Kópavogsvelli. „Við höfum fengið mikið af skilaboðum varðandi leikinn á Parken og við erum í samskiptum við FCK um hvernig við útfærum það. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna ættum við að skila öllum Blikum á Parken sem vilja.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti