Telja sig hafa leyst áratuga gamalt morðmál Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 23:05 Laura Kempton fannst myrt þann 28. september árið 1981. Málið var óleyst í rúma fjóra áratugi en nú virðist vera komin niðurstaða í það. New Hampshire Attorney General Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton. Laura Kempton var nemi í borginni Portsmouth í New Hampshire og starfaði auk þess í gjafavöruverslun og ísbúð. Lögregluþjónn sem átti að færa Kempton stefnu fyrir stöðubrot fann hana látna í íbúðinni sinni. Búið var að binda rafmagnssnúru utan um fætur Kempton og símalínu utan um háls hennar og axlir. Undir höfðinu hennar var gólfmottan blóðug og leiddi krufning í ljós að hún lést af völdum höfuðhöggs. Síðast hafði sést til hennar á lífi fyrr um morguninn, að koma ein heim til sín. Lögregla safnaði sönnunargögnum á vettvangi, meðal annars sígarettustubb, kodda og glerflösku. Í ljós kom að erfðaefni á sönnunargögnunum tilheyrði karlmanni. Það dugði þó ekki til að leysa málið á sínum tíma og í rúm fjörutíu ár bar rannsókn engan árangur. Öryggisvörður hafi myrt Kempton Í fyrra hóf lögreglan í Portsmouth að vinna með erfðarannsóknarstofum í New Hampshire og Maine til að reyna að leysa málið. Svo virðist sem það hafi tekist því samkvæmt AP telur lögreglan nú að maður að nafni Ronney James Lee beri ábyrgð á morðinu á Kempton. Lee var 21 árs og vann sem öryggisvörður þegar Kempton var myrt. Ekki var vitað til þess að það væru nein tengsl á milli hans og Kempton. Hann lést árið 2005 eftir að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni en samkvæmt John Formella, ríkissaksóknara New Hampshire, hefði Lee verið ákærður fyrir morðið ef hann væri ennþá á lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Laura Kempton var nemi í borginni Portsmouth í New Hampshire og starfaði auk þess í gjafavöruverslun og ísbúð. Lögregluþjónn sem átti að færa Kempton stefnu fyrir stöðubrot fann hana látna í íbúðinni sinni. Búið var að binda rafmagnssnúru utan um fætur Kempton og símalínu utan um háls hennar og axlir. Undir höfðinu hennar var gólfmottan blóðug og leiddi krufning í ljós að hún lést af völdum höfuðhöggs. Síðast hafði sést til hennar á lífi fyrr um morguninn, að koma ein heim til sín. Lögregla safnaði sönnunargögnum á vettvangi, meðal annars sígarettustubb, kodda og glerflösku. Í ljós kom að erfðaefni á sönnunargögnunum tilheyrði karlmanni. Það dugði þó ekki til að leysa málið á sínum tíma og í rúm fjörutíu ár bar rannsókn engan árangur. Öryggisvörður hafi myrt Kempton Í fyrra hóf lögreglan í Portsmouth að vinna með erfðarannsóknarstofum í New Hampshire og Maine til að reyna að leysa málið. Svo virðist sem það hafi tekist því samkvæmt AP telur lögreglan nú að maður að nafni Ronney James Lee beri ábyrgð á morðinu á Kempton. Lee var 21 árs og vann sem öryggisvörður þegar Kempton var myrt. Ekki var vitað til þess að það væru nein tengsl á milli hans og Kempton. Hann lést árið 2005 eftir að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni en samkvæmt John Formella, ríkissaksóknara New Hampshire, hefði Lee verið ákærður fyrir morðið ef hann væri ennþá á lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira