Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2023 14:54 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VALLI Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði. Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði.
Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira