Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2023 18:08 Steina Árnadóttir við upphaf aðalmeðferðar málsins í maí. vísir/vilhelm Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn. Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn.
Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34
Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31