Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 12:12 Skipuleggjandi segir von á mikilli stemningu um helgina. Myndin er frá árinu 2019. vísir/vilhelm Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“ Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“
Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira