Hægri flokkar með forskot en sósíalistar sækja á Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 11:37 Turnarnir tveir. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins (t.v.) tekur í hönd Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins. Flokkar þeirra eru þeir stærstu í spænskum stjónrmálum. Vísir/EPA Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira