Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:23 Frá finnska þinginu þar sem Junnila stóð af sér vantrauststillögu í gær. Hann sagði af sér í dag. Vísir/EPA Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. „Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
„Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03