Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 21:25 Sean Caddle var dæmdur í 24 ára fangelsi í Newark í New Jersey í dag fyrir að hafa borgað tveimur mönnum til að drepa kollega sinn. Samsett/Twitter/Getty Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira