Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 16:02 Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag. Ekki er ljóst hvar hann er niður kominn eftir að skammlífri uppreisn hans lauk. AP/ Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55
Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30