Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2023 15:49 Landhelgisgæslan kom líka að aðgerðum á Fáskrúðsfirði árið 2007 í Pólstjörnumálinu svokallaða. Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22