Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa þeir allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júlí næstkomandi á grundvelli rannsóknahagsmuna.
Fram kemur í tilkynningu að embættið hafi notið aðstoðar Landhelgisgæslunnar, tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. Lögreglan hyggst ekki veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.
Enn eitt skútumálið
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu við Íslandsstrendur en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða.
Þá voru sex menn dæmdir til samtals 40 ára fangelsisvistar árið 2009 fyrir að flytja 109 kíló af fíkiefnum til Íslands frá Belgíu með skútunni Sirtaki.
Fréttin hefur verið uppfærð.