Icefjord and Olafsbay Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 23. júní 2023 14:30 Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Snæfellsbær Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun