Icefjord and Olafsbay Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 23. júní 2023 14:30 Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Snæfellsbær Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun