Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 11:06 Stockton Rush, forstjóri OceanGate, til vinstri var meðal þeirra látnu og hefur verið minnst í dag. AP Photo/Wilfredo Lee Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga. Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga.
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira