Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 09:14 Skjáskot af Alexei Navalní úr streymi frá réttarhöldum sem hófust yfir honum vegna ásakana um öfgastarfsemi á mánudag. Bandamenn hans segja hann sæta illri meðferð í fangelsi. Vísir/EPA Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað. Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað.
Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06