Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 09:14 Skjáskot af Alexei Navalní úr streymi frá réttarhöldum sem hófust yfir honum vegna ásakana um öfgastarfsemi á mánudag. Bandamenn hans segja hann sæta illri meðferð í fangelsi. Vísir/EPA Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað. Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað.
Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06