Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 11:46 Þessi mynd var tekin á sunnudaginn, skömmu áður en Títan hvarf. Þarna var verið að undirbúa kafbátinn fyrir fyrstu ferðina að flaki Titanic þetta árið. AP/Action Aviation Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna. Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna.
Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48