Leita á meðan vonin lifir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 13:00 Sérfræðingar höfðu áhyggjur af Títan fyrir nokkrum árum. AP/OceanGate Expeditions Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023 Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira