Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 07:01 Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingi Fjölskyldumál Leikskólar Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun