Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 15:40 Hunter Biden hefur sjálfur greint frá neyslu sinni á krakki. Hann braut vopnalög með því að kaupa sér skammbyssu þrátt fyrir fíkn sína. Fram hefur komið að hann átti byssuna í tvær vikur eða þar til kærasta hans henti henni. AP/Andrew Harnik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51
Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46