Risavaxin grjótskriða staðnæmdist steinsnar frá þorpi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 12:54 Litlu mátti muna að þorpið Brienz yrði undir grjótskriðunni. Myndin var tekin í morgun en talið er að skriðan hafi fallið á tólfta tímanum í gærkvöldi. AP/Michael Buholzer/Keystone Þorp í svissnesku Ölpunum slapp naumlega þegar gríðarmikil grjótskriða féll úr fjallshlíð í gærkvöldi. Engar skemmdir urðu á byggingum en þorpið var rýmt fyrir rúmum mánuði vegna hættunar á grjóthruni. Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið. Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið.
Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent