Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 13:55 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur Íslandsbanka, er höfundur nýjustu spár Íslandsbanka. Þar er spáð hjöðnun verðbólgu í júnímánuði og áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði. vísir/vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð. Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð.
Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42