Umsóknir um nám í Háskóla Íslands fjölgaði milli ára Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 08:53 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Frestur til að sækja um nám í skólanum næsta haust lauk þann 5. júní síðastliðinn. Vísir/Ívar Fannar Tæplega 9.500 umsóknir bárust um grunn- og framhaldsnám í Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2023-24. Frestur til að sækja um nám rann út þann 5. júní síðastliðinn og nam fjölgunin rúmlega sex prósent á milli ára. Íslenska sem annað mál reyndist vinsælasta námsgreinin og ná bárust nærri tvö þúsund erlendar umsóknir. Í tilkynningu frá skólanum segir að samanlagt hafi umsóknir um grunnnám reynst 5.357 og fjölgaði þeim um rúm sex prósent milli ára. „Þær dreifast svo á fimm fræðasvið skólans: Félagsvísindasviði bárust ríflega 930 umsóknir. Viðskiptafræði er vinsælasta greinin innan sviðsins eins og oft áður en rúmlega 300 umsóknir bárust um nám í þeirri grein. Þá vilja rúmlega 210 hefja nám í lögfræði og rúmlega 170 í félagsráðsgjöf en nærri 75 í hagfræði. Umsóknir um nám í félagsfræði og stjórnmálafræði eru um 50 talsins í hvora grein. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.350 umsóknir. Inni í þeirri tölu eru tæplega 350 umsóknir frá fólki sem þreytti inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði sem fram fóru fyrir helgi. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 í sjúkraþjálfunarfræði en allt að 40 í tannlæknisfræði. Sálfræði er eins og oft áður vinsælasta greinin innan sviðsins en tæplega 350 vilja hefja nám í greininni næsta haust. Þá eru 180 skráð í BS-nám í hjúkrunarfræði, þar sem 120 nemendur komast áfram eftir fyrsta misseri að loknum samkeppnisprófum, og um 30 vilja hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem hefur lokið háskólanámi af öðru fræðasviði. Enn fremur hafa 80 skráð sig í lífeindafræði og 60 í lyfjafræði. Hugvísindasvið fékk flestar umsóknir allra sviða, eða nærri 1.390. Á sviðinu er íslenska sem annað mál langvinsælasta greinin en ríflega 640 umsóknir bárust um annaðhvort BA-nám eða styttra hagnýtt eins árs nám í greininni. Fjölgunin milli ára nemur rúmlega þriðjungi. Ríflega 400 manns hafa enn fremur sóst eftir að hefja nám í einhverjum þeirra fjölmörgu tungumála sem í boði eru í Háskóla Íslands, en þar nýtur styttra hagnýtt nám til grunndiplómu í ýmsum tungumálum mikilla vinsælda. Ríflega 50 hafa sótt um nám í sagnfræði og um 40 í íslensku. Á Menntavísindasviði eru umsóknirnar um 800. Ríflega 220 þeirra eru í námsleiðir í grunnskólakennslu með ólíkum áherslum og í kennslufræði. Þá er þroskaþjálfafræði einnig vinsæl en tæplega 130 hafa sótt um á þeirri námsleið. Auk þess sækjast rúmlega 100 eftir að hefja alþjóðlegt nám í menntunarfræði, sem í boði er annað hvert ár, tæplega 100 vilja í leikskólakennarafræði, rúmlega 80 í íþrótta- og heilsufræði og svipaður fjöldi í uppeldis- og menntunarfræði. Verkfræði- og náttúruvísindasvið fékk rúmlega 880 umsóknir að þessu sinni. Ríflega 240 bárust um nám í tölvunarfræði, sem eru fimmtungi fleiri umsóknir en í fyrra. Greinin er sem fyrr vinsælasta greinin innan sviðsins. Enn fremur hyggja 360 manns á nám í einhverjum af verkfræði- og tæknifræðigreinum sviðsins. Þá stefna 65 manns á að hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði og rúmlega 60 í líffræði. Um 50 manns sækja enn fremur um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar. Umsóknir um framhaldsnám rösklega 7% fleiri en í fyrra Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands reyndust 4.115 og fjölgar um rúm 7 prósent milli ára. Félagsvísindasvið fær sem fyrr flestar umsóknir, eða um 1.570, en þar vekur m.a. athygli að 60 sækja um nýja meistaranámsleið í afbrotafræði og nærri sami fjöldi um nýja námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnisstjórnun sem einungis er kennd á ensku. Menntavísindasvið fékk næstflestar umsóknir í framhaldsnámi, 870. Af þverfræðilegum námsleiðum í framhaldsnámi reyndist umhverfis- og auðlindafræði vinsælust með tæplega 130 umsóknir en ríflega hundrað umsóknir bárust í námsleiðir um menntun framhaldsskólakennara og tæplega í 80 námsleiðir í lýðheilsuvísindum. Þessu til viðbótar hafa tæplega 100 manns sótt um doktorsnám við skólann á árinu. Erlendum umsóknum um nám við Háskóla Íslands heldur áfram að fjölga samhliða vaxandi erlendu samstarfi skólans og aukinni alþjóðavæðingu íslensks samfélags. Þeim fjölgar um fimmtung milli ára og eru tæplega 2.000. Til samanburðar má geta þess að árið 2016 voru slíkar umsóknir rétt rúmlega 1.000. Háskóli Íslands beitir ströngum viðmiðum og umsóknargjaldi til þess að tryggja að einungis berist marktækar umsóknir um nám frá erlendum umsækjendum,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í tilkynningu frá skólanum segir að samanlagt hafi umsóknir um grunnnám reynst 5.357 og fjölgaði þeim um rúm sex prósent milli ára. „Þær dreifast svo á fimm fræðasvið skólans: Félagsvísindasviði bárust ríflega 930 umsóknir. Viðskiptafræði er vinsælasta greinin innan sviðsins eins og oft áður en rúmlega 300 umsóknir bárust um nám í þeirri grein. Þá vilja rúmlega 210 hefja nám í lögfræði og rúmlega 170 í félagsráðsgjöf en nærri 75 í hagfræði. Umsóknir um nám í félagsfræði og stjórnmálafræði eru um 50 talsins í hvora grein. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.350 umsóknir. Inni í þeirri tölu eru tæplega 350 umsóknir frá fólki sem þreytti inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði sem fram fóru fyrir helgi. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 í sjúkraþjálfunarfræði en allt að 40 í tannlæknisfræði. Sálfræði er eins og oft áður vinsælasta greinin innan sviðsins en tæplega 350 vilja hefja nám í greininni næsta haust. Þá eru 180 skráð í BS-nám í hjúkrunarfræði, þar sem 120 nemendur komast áfram eftir fyrsta misseri að loknum samkeppnisprófum, og um 30 vilja hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem hefur lokið háskólanámi af öðru fræðasviði. Enn fremur hafa 80 skráð sig í lífeindafræði og 60 í lyfjafræði. Hugvísindasvið fékk flestar umsóknir allra sviða, eða nærri 1.390. Á sviðinu er íslenska sem annað mál langvinsælasta greinin en ríflega 640 umsóknir bárust um annaðhvort BA-nám eða styttra hagnýtt eins árs nám í greininni. Fjölgunin milli ára nemur rúmlega þriðjungi. Ríflega 400 manns hafa enn fremur sóst eftir að hefja nám í einhverjum þeirra fjölmörgu tungumála sem í boði eru í Háskóla Íslands, en þar nýtur styttra hagnýtt nám til grunndiplómu í ýmsum tungumálum mikilla vinsælda. Ríflega 50 hafa sótt um nám í sagnfræði og um 40 í íslensku. Á Menntavísindasviði eru umsóknirnar um 800. Ríflega 220 þeirra eru í námsleiðir í grunnskólakennslu með ólíkum áherslum og í kennslufræði. Þá er þroskaþjálfafræði einnig vinsæl en tæplega 130 hafa sótt um á þeirri námsleið. Auk þess sækjast rúmlega 100 eftir að hefja alþjóðlegt nám í menntunarfræði, sem í boði er annað hvert ár, tæplega 100 vilja í leikskólakennarafræði, rúmlega 80 í íþrótta- og heilsufræði og svipaður fjöldi í uppeldis- og menntunarfræði. Verkfræði- og náttúruvísindasvið fékk rúmlega 880 umsóknir að þessu sinni. Ríflega 240 bárust um nám í tölvunarfræði, sem eru fimmtungi fleiri umsóknir en í fyrra. Greinin er sem fyrr vinsælasta greinin innan sviðsins. Enn fremur hyggja 360 manns á nám í einhverjum af verkfræði- og tæknifræðigreinum sviðsins. Þá stefna 65 manns á að hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði og rúmlega 60 í líffræði. Um 50 manns sækja enn fremur um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar. Umsóknir um framhaldsnám rösklega 7% fleiri en í fyrra Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands reyndust 4.115 og fjölgar um rúm 7 prósent milli ára. Félagsvísindasvið fær sem fyrr flestar umsóknir, eða um 1.570, en þar vekur m.a. athygli að 60 sækja um nýja meistaranámsleið í afbrotafræði og nærri sami fjöldi um nýja námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnisstjórnun sem einungis er kennd á ensku. Menntavísindasvið fékk næstflestar umsóknir í framhaldsnámi, 870. Af þverfræðilegum námsleiðum í framhaldsnámi reyndist umhverfis- og auðlindafræði vinsælust með tæplega 130 umsóknir en ríflega hundrað umsóknir bárust í námsleiðir um menntun framhaldsskólakennara og tæplega í 80 námsleiðir í lýðheilsuvísindum. Þessu til viðbótar hafa tæplega 100 manns sótt um doktorsnám við skólann á árinu. Erlendum umsóknum um nám við Háskóla Íslands heldur áfram að fjölga samhliða vaxandi erlendu samstarfi skólans og aukinni alþjóðavæðingu íslensks samfélags. Þeim fjölgar um fimmtung milli ára og eru tæplega 2.000. Til samanburðar má geta þess að árið 2016 voru slíkar umsóknir rétt rúmlega 1.000. Háskóli Íslands beitir ströngum viðmiðum og umsóknargjaldi til þess að tryggja að einungis berist marktækar umsóknir um nám frá erlendum umsækjendum,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira